PARÍSARmýslan

mánudagur, janúar 23, 2006

Mýslan komin á klakann

Fyrir forvitna fólkið!
Haldið ykkur fast ;) því ég er komin með nýja síðu - "Mýslan- the sequel" !!!!!!!
(check out "Mýslan-the sequel" - a new blog)

www.thisisiris.blogspot.com

Hlakka til að sjá ykkur!!

À bientôt!


Mýslan kveður í bili.... À bientôt!

XXX a tous

sunnudagur, janúar 22, 2006

Smjörþefur af "Parísarlífi"


Gleði gleði...


Best að bæta við nokkrum myndum af "litla kveðju-hittingnum" sem endaði með fullu húsi... En eins og ég segi gjarnan, því fleiri því betra ;)



Það er greinilegt að ég var í hörkustuði

Og enn meiri gleði...
Audrey með pósuna á hreinu : )

Smjörþefur af "Parísarlífi"

Eitthvað er nú bloggið að stríða mér svo ég verð bara að gera nýtt til að geta sýnt ykkur fleiri myndir :)

Er ekki mál að snúa sér að Sorbonne háskóla eða "Svarta skóla" að hætti Sæmundar Fróða...

Það er ekki á hverjum degi sem maður fær að spóka sig í sama skóla og margir af helstu snillingum sögunnar gerðu
forðum daga. Ómetanlegt!


Svo má heldur ekki gleyma því að í Sobonne sótti ég jass-tíma hjá honum Mathis, franska sjarmörnum mínum ;) Hann er sjálfur nemandi í tónlistardeildinni og kenndi mér að skatta hægri vinstri...

Smjörþefur af "Parísarlífi”

Nokkrar svipmyndir frá París:

Spurning hvor þetta væri talið íbúðarhæft á Íslandi?? Já...en svona bjó your´s truly í nokkra mánuði. Gangurinn var ekkert allt of traustvekjandi en litla hobbitahurðin mín hafði sinn sjarma :) En ég segi samt það sama og ég sagði öllum þeim sem komu í heimsókn, íbúðin er ekki eins slæm og gangurinn! Satt að segja var hún algjört yndi ;)
Ása skvísa var sannkallaður drauma-herbergisfélagi en við húktum saman undir risinu í nokkra mánuði. Það er því kannski ekki skrýtið að við höfum byrjað að þróa hjá okkur sömu taktana - eins og sjá má...

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Paris me manque!

Þá er mýslan mætt á klakann! Kom nánar tiltekið þann 13 janúar. Bjútíið við heimkomuna var að fæstir vissu að á mér væri von - smá plott í gangi :) . Það var því sjón að sjá þegar ég mætti í afmælisveislu nokkrum klukkutímum eftir að ég lenti. Ég hef sjaldan hlegið jafn mikið...fólk gjörsamlega missti andlitið.
Annars er voða gott að vera komin heim. Þegar ég er búin að vera í burtu í lengri tíma tek ég meira eftir því hvað ég hef það gott heima fyrir. Endalaust af heitu vatni, allt svo hreint og notalegt o.s.frv. Þetta þýðir þó ekki að ég hafi búið í neinni svínastíu í París en það má orða það svo að íbúðin hafi ekki boðið upp á miklar hreingerningar... En þrátt fyrir að íbúðin væri í annarlegu ástandi var ég mjög hrifin af henni. Þetta “boheminan” líf hentaði mér vel. Svo er auðvitað málið að fara alla leið fyrst maður er stúdent í París á annað borð. Það er varla hægt að finna franskari íbúð!

Rétt fyrir heimkomuna hélt ég lítið kveðjupartí “undir risinu”... Í fyrstu áttu þetta bara að vera örfáar manneskjur en áður en ég vissi af var íbúðin full af fólki. Það er líka nauðsynlegt að kveðja liðið áður en haldið er heim á leið. Því miður komust ekki allir enda er fólk á kafi í próflestri þessa stundina :/ En það voru þó allt Íslendingar sem ekki komust. Maður bjargar því með almennilegum hittingi á klakanum þegar allir eru komnir heim.

Það er ómögulegt að nefna eitthvað eitt sem stóð upp úr þegar ég hugsa um síðustu mánuði... Þó svo að það hafi verið heilmikið basl að fást við franska skólakerfið má segja að ég sé orðin eiturhörð í þeim efnum. Nú er mál að passa sig því Íris er mætt á svæðið!!:) Svo jafnast auðvitað ekkert á við það að fá að stunda nám við Sorbonne!
Að lifa og hrærast í París er líka sannkallaður draumur og stendur borgin vissulega undir nafni sem ein af fallegustu borgum heims. Þar sem menning og listir skipta höfuðmáli í París var úr nógu að velja - ótal söfn og minjar hægri vinstri.

Svo má auðvitað ekki gleyma öllu því frábæra fólki sem ég hef kynnst í kjölfar dvalarinnar. Enda er það þegar öllu er á botninn hvolft fólkið sem gerði dvölina svona minnisstæða : )

laugardagur, janúar 07, 2006

Rauða millan, Signa, Eiffel turninn....hvar á ég að byrja!!?

Ég verð að viðurkenna að ég og Ömmi vorum ekkert allt of dugleg að túristast um jólin...en það var líka rosalega gott að slappa af og vera laus allra mála ;) Hins vegar tókst okkur að taka smá syrpu og sáum meðal annars Montmartre, allt frá Sacre Cæur til Rauðu millunnar. Með smá stoppi á Les deux Moulins, kaffihúsinu þar sem kvikmyndin Amélie Poulain var tekin upp. Þar sem þetta er ein af mínum uppáhalds myndum var mikil upplifun að koma þarna inn. Það var samt hálf súrealískt að þjónustustúlkan sem tók á móti okkur leit alveg nákvæmlega eins út og Amélie Poulain...tilviljun??? Þegar við röltum niður að Rauðu millunni komst ég að því að það er "kynlífshverfi" Parísar...ekkert nema erótískar verslanir og svo framvegis...Samt þykir voða fancy smancy að fara í Rauðu milluna og kostar það allt að 50.000 kall að setjast þar inn og snæða kvöldverð á meðan einhverjar skvísur hoppa og skoppa á sviðinu hehe. Hver veit, kannski er þetta þess virði. Enda er þetta jú staðurinn þar sem "kann kann" sýningarnar voru haldnar hér áður fyrr... (Mynd: til v. Sacre Cæur)

Það sem stendur einna hæst upp úr af túristastússinu okkar var bátsferðin á Signu og þegar við fórum upp í Eiffel turninn. Að vísu var ég búin að sjá flest kennileitanna sem voru kynnt fyrir okkur á bátnum en það var samt mjög gaman að virða þau fyrir sér frá nýju sjónarhorni. Við sigldum til dæmis undir allar fallegustu brýrnar á Signu. Meðal annars Point Neuf sem er mjög sérstök í mínum huga því þar áttum ég og Ömmi ógleymanlega stund á jólanótt þegar hann fór á skeljarnar :) Eiffel turninn birtist mér í nýju ljósi þegar við "skriðum" upp á topp með hnút í maganum. Lyfturnar virtust ekkert allt of traustar að sjá en þar sem farnar eru hundruðir ferða í hverri viku getur maður slappað af... Þegar upp í toppinn var komið var ekki annað hægt en að gapa... Ég get sagt það með vissu að ég hef aldrei nokkurn tíman verið jafn langt frá jörðu nema þá í flugvél! Það var komið rökkur og öll ljósin fyrir neðan gerðu það að verkum að borgin gjörsamlega ljómaði. Það var hálf furðulegt að sjá hvað allt hafði skynilega skroppið saman, byggingar sem ég hafði daginn áður staðið andspænis og fundist ég agnarsmá í samanburði.
Mynd: Öfugur Eiffel turn...
Sem sagt svaka fútt í "einu" orði sagt!!!!!!!

Til viðbótar við þetta gerðum Ömmi et moi þrjár tiltaunir til að fara að skoða "risaeðlur" á náttúrusafninu en það var alltaf lokað. Hmm...er samt að hugsa um að gera eina tilraun til viðbótar, enda er það ekki á hverjum degi sem manni býðst að standa face to face við skrýmslin.

Stefnan er svo tekin á að taka söfnin með trompi áður en ég kem aftur á klakann... Og að sjálfsögðu eyða ómældum tíma á "Pop in", mínum uppáhalds pöbbara. Eðal staður í alla staði :) Satt að segja er ég á leiðinni þangað í kvellen. Maður verður jú að hitta liðið áður en maður flýgur af landi brott ;)

Biz Biz Biz....hlakka til að sjá ykkur snúllur!
XXXX

Áramót í París! Upp í sardínudósina allir saman!




Þá er Ömminn farin til Íslands...flaug á miðvikudaginn síðasta. Við höfðum það rosalega gott um hátíðarnar eins og má sjá af fyrri bloggum. Á gamlárskvöld röltum við á Champs Élisée til að vera upplifa fyrstu mínútur nýja ársins við hlið Sigurbogans. Það var mjög skemmtilegt en svakalegt. Hver metro-lestin á fætur annari var eins og sardínudós. Kannski ekki skrýtið því að sögn Frakka er þetta “the place to be” á áramótunum. Þegar á breiðgötuna var komið blöstu við þúsundir manna. Magnað að sjá svona mikið af fólki saman komið á einum stað. Hins vegar var ég ekkert allt of sátt við flugeldarnar. Ég bjóst við einhverju “show” en það var ekkert. Í hvert skipti sem einhver viðstadda skaut upp aumri rakettu hrópuðu allir og kölluðu! Hehe...það er líka ekki hægt að ætlast til þess að fólk toppi flugeldabrjálæði Íslendinga. Við erum jú engu lík í þeim efnum enda er gróði söluaðila svakalegur á ári hverju. Ég frétti að það hefði aldrei verið keypt jafn mikið af flugeldum á Íslandi og þessi áramót og að reykurinn í loftinu hafi verið yfir hættumörkum langt fram á næsta dag....Stundum held ég að við séum að reyna að bæta upp fyrir það að vera svona lítil þjóð með því að vera svona extravagant. En er ekki bara gaman að þessu : )

Jæja, aftur að Frakklandi. Eftir árámótafagnað við Sigurbogann röltum ég og Ömmi heim í litlu risíbúðina, fengum okkur freyðivín og skutumst svo á bar í nágrenninu. Þjónninn okkar var vægast sagt furðulegur! Hann var í skjannahvítum buxum og bol með hvíta “Kleópötru-hárkollu” (sem einhverra hluta vegna var einkennisbúningur þjónanna þetta kvöldið...svalt..jamm..). Honum tókst að færa okkur drykki í fyrsta skiptið. Þegar við pöntuðum annan skammt kom hann þrisvar til að athuga hvað stóð á kvittuninni okkar því hann var alltaf að gleyma pöntuninni... Þegar honum tókst loksins að koma óskum okka áleiðis til barsins 40 min seinna og ætlaði að færa okkur drykkina á bakka hrasaði hann illilega og mölraut allt heila klabbið. Lét okkur svo fá kvittun eins og ekkert væri og lét sig hverfa. Ég sá hann veltandi niður stigann stuttu seinna...Við fengum þó nýja drykki ókeypis í skaðabætur. Sá hefur verið rekinn daginn eftir..pfff....En ég og Ömmi skemmtum okkur samt mjög vel þetta kvöld og var mjög mikil upplifun að taka á móti nýja árinu í París.

fimmtudagur, janúar 05, 2006

París vs. klakinn

Jæja já...enn er ég í París....and lovin´ it baby!!! Það er samt ansi mikið farið að styttast í að ég komi heim á klakann og eru því mjög blendnar tilfinningar í gangi, bæði hlakkar mig mikið til að sjá liðið heima fyrir en ég veit samt að ég á eftir að sakna þessarar borgar mikið. Ætli ég verði ekki bara að koma aftur fljótlega. París nær heljartökum á manni og maður getur ekki annað en elskað hvern krók og kima. En eins og ég sagði þá verður mjööög gott að komast i almennilega sturtu og geta opnað sklápa án þess að vera hrædd um að þeir detti ofan á mig o.s.frv. Og auðvitað að hitta ykkur öll...það er það besta ;)

Í gærkvöldi skellti ég mér í bíó á "Angel-A" sem er ný mynd eftir Luc Besson. Algjört listaverk. Tekin upp í svarthvítu frá A til Ö. Karakterarnir eru snilldarlega samansettir og það sem er besta er að hún er tekin upp á fallegustu stöðum Parísarborgar. Til dæmis eiga mörg atriðinna sér stað á nokkrum af þeim fjölmörgu brúum sem liggja yfir Signu. Sannkallaður sælgætismoli :) Það var samt svolítið skrýtið að vera að horfa á öll þessi kennileiti sem má sjá í myndinni, rölta svo út úr bíósalnum og standa beint fyrir framan þau....

bisou

mánudagur, desember 26, 2005

Stóra stundin




Eftir að ég og Ömmi lukum við jólamatinn á Aðfangadagskvöld og kláruðum að opna pakkana var ég dregin út í göngutúr. Leiðin lá í átt að Signu og upp á "Point Neuf" sem er ein frægasta brú Parísar. Þaðan má sjá magnað útsýni yfir alla borgina, frá Notre Dame alveg upp að Eiffel turninum. Við fundum okkur lítinn útsýnisbás á miðri brúnni. Skyndilega byrjaði Ömmi að halda ræðu um okkur tvö og talaði um að hann vildi vera með mér alla ævi...ég vissi ekki alveg hvað var í gangi og var næstum búin að skemma ræðuna með því að fara að tala um Eiffel turninn. "Við verðum svo að taka mynd af okkur þegar hann byrjar að glitra"...típísk ég hehe. En þegar klukkan sló tólf á miðnætti og Eiffel turninn byrjaði að glitra dró Ömmi upp hringa úr jakkavasanum og fór á hnén!!!!! Rómantískara getur það ekki verið!!! Hann Ömmi er nú extra rómantískur en þarna tókst honum jafnvel að slá sjálfum sér við!! :)

HÓ HÓ HÓ!!!




Það er magnað að vera hér í París yfir jólin...jólaskreytingar hvert sem litið er..gleði gleði!!!! Kláraði síðasta prófið þann 19 og er því laus allra mála. Ömmi kom til mín fyrir viku og var frábært að taka því rólega í jólaundirbúningnum, ekkert vesen ekkert stress. Við röltum um stræti borgarinnar og skoðuðum jólaskreytingarnar, fórum á Champs Élisée sem er breiðgatan sem liggur upp að Sigurboganum. Við gengum þá götu til enda, alveg upp að riiiisastóru parísarhjóli. Við fórum auðvitað nokkra hringi og "sumir" voru dálítið stressaðir (nota bene ekki yours truly hehe)
Á aðfangadagskvöld vorum ég og Ömmiu svaðalega íslensk- Hangikjöt, laufabrauð, ORAbaunir og alles. Ekki slæmt það. Ma og Pa tóku það auðvitað ekki í mál að við myndum borða kótilettur í kvöldmatinn og komu barasta með allan jólamatinn með sér þegar þau kíktu í heimsókn í síðasta mánuði. Laufabrauðið í handfarangri - Það er mikið á sig lagt! En þar sem ég er hvorki með ofn eða almennilegar hellur hefði jólamaturinn eflaust verið ansi fátæklegur ef það hefði ekki leynst hangikjöt í ísskápnum ;) PS: Vorum meira að segja með DVERGATRÉ!!!! Lítið en jóló! Æðislega krúttó ;)

fimmtudagur, desember 15, 2005

BERSERKUR Í PARÍS!!!!! Nei nú er allt að verða brjálað...

Læra læra smæra..pfff....Það er alldeilis verið að þjaska manni út. Ég fór í annað próf í dag og það í sögu vestrænnar menningar! Þetta er að vísu mjög áhugavert fag en ég var svo "sniðug" að velja einn af erfiðustu kúrsunum í boði...En ég ætla samt ekkert að kvarta enda er ég nú hér til þess að læra ;) Til allrar hamingju er þessi kennari almennilegur, ótrúlegt en satt. Það eru þá til kennarar sem þola Erasmus-nema. Magnað! Hreint og sagt ótrúlegt! :)
Þegar prófinu var lokið ákvað ég að bíða eftir Floru, franskri vinkonu minni sem er að læra íslensku í Sorbonne. Eftir að hafa beðið í dágóða stund fór ég að svipast um eftir fólki sem gæti hafa verið með henni í tíma (hún lenti á svo miklu spjalli við kennarann að hún lét ekki sjá sig nærri strax).
Skyndilega sá ég stórgerðan mann koma á móti mér, íklæddur heljarinnar skykkju með loðfeld á öxlunum sem virtist ná upp fyrir haus!! Ég vissi ekki hvað ég átti að gera af mér, fara að hlæja eða flýja í skjól... Ekki bætti úr skák að hann talaði tungum og sagði "BRRRJÁN" í sífellu. Þarna var áreiðanlega kominn eini víkingurinn í París. Þegar ég hélt hann ætlaði að stökkva á mig beygði hann frá og hélt heim á leið...PFFFF...Heppin ég! Þegar Flora trítlaði niður stigann ásamt Gunnari, íslenskukennaranum ákvað ég að spyrja hvort þessi furðuvera væri ekki í tíma með þeim. Það var jú, enda varla hægt að vera meira "obvious." Die hard víkinga-aðdáandi hér á ferð! Það er nokkuð ljóst. Það er alltaf frábært að uppgvötva að einhver hefur svona mikinn áhuga á okkar menningu. En ég verð samt að viðurkenna að ég varð örlítið smeik eitt augnablik...